Lífið

James Corden, Kanye West og hundrað manna kór í Airpool Karaoke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning í vélinni.
Mikil stemning í vélinni.
Eins og margir vita er breski spjallþáttastjórnandinn James Corden reglulega með lið í þætti sínum sem heitir Carpool Karaoke.

Þar keyrir hann um Los Angeles borg með þekktum tónlistarmönnum og fær Bretinn að syngja vinsælustu lögin þeirra.

Nú var komið að rapparanum Kanye West sem gaf út plötuna Jesus Is King á föstudaginn. Að þessu sinni fór rúnturinn aftur á móti fram í flugvél.

Airpool Karaoke í boði James Corden og Kanye West. Þar spjölluðu þeir saman um guð og trú og tók vélin nokkur vel valin lög. Meðal annars tók Kanye West lagið vinsæla Jesus Walks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×