Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2019 07:15 Stífla Neyðarlínunnar í Drekagili við Öskju er stærri en leyfið sagði til um. Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira