Innslag um íslenska landsliðið í fréttaþætti EM Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson. vísir/skjáskot Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira