Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 15:45 Vigfús við aðalmeðferð málsins sem fram fór í júní. Fréttablaðið/Auðunn Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37