Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31