Ósáttur við vítaspyrnudóminn fram að spjalli við Ara Frey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:50 Erik Hamrén þarf nú að huga að undirbúningi fyrir leikinn geng Andorra á mánudag. vísir/vilhelm „Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira