Hannes Þór: Eigum að vinna Andorra þrátt fyrir öll meiðslin Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. október 2019 12:00 Hannes eftir leikinn í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30