Hannes Þór: Eigum að vinna Andorra þrátt fyrir öll meiðslin Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. október 2019 12:00 Hannes eftir leikinn í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30