Kepa nýtur samkeppninnar við De Gea - Hver byrjar í Osló? Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. október 2019 13:30 Hörð samkeppni vísir/getty Stjörnum prýtt lið Spánverja getur tryggt sig inn á lokamót EM 2020 í kvöld þegar þeir heimsækja lærisveina Lars Lagerback í norska landsliðinu í Osló. Spennandi verður að sjá hver mun verja mark Spánverja þar sem David De Gea, markvörður Man Utd, og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, hafa háð harða baráttu um markmannsstöðuna í spænska landsliðinu undanfarið. „Markmið mitt er að spila. Allir leikmennirnir í hópnum vilja vera í byrjunarliðinu og ég er fullur sjálfstrausts, tilbúinn að hjálpa liðinu. Ef ég verð einn af ellefu byrjunarliðsmönnum ætla ég að hjálpa liðinu að vinna leikinn og það verður ekki auðvelt gegn Norðmönnum,“ segir Kepa. De Gea var af mörgum talinn besti markvörður heims fyrir þar til að halla fór undan fæti hjá honum, bæði með Man Utd og spænska landsliðinu. Á sama tíma hefur Kepa verið að taka stórstígum framförum og hefur Robert Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, notað þá báða í riðlakeppninni til þessa þar sem Kepa hefur byrjað fjóra leiki en De Gea tvo. „Það er alltaf jákvætt fyrir landsliðið ef það er samkeppni um stöður í byrjunarliðinu. Við höfum verið að skiptast á leikjum og ég verð að trúa á sjálfan mig.“ „Ég hugsa ekki um það sem er skrifað í blöðunum. Ég vill frekar láta verkin tala inn á vellinum,“ segir Kepa. Leikur Noregs og Spánar hefst klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Spánverja getur tryggt sig inn á lokamót EM 2020 í kvöld þegar þeir heimsækja lærisveina Lars Lagerback í norska landsliðinu í Osló. Spennandi verður að sjá hver mun verja mark Spánverja þar sem David De Gea, markvörður Man Utd, og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, hafa háð harða baráttu um markmannsstöðuna í spænska landsliðinu undanfarið. „Markmið mitt er að spila. Allir leikmennirnir í hópnum vilja vera í byrjunarliðinu og ég er fullur sjálfstrausts, tilbúinn að hjálpa liðinu. Ef ég verð einn af ellefu byrjunarliðsmönnum ætla ég að hjálpa liðinu að vinna leikinn og það verður ekki auðvelt gegn Norðmönnum,“ segir Kepa. De Gea var af mörgum talinn besti markvörður heims fyrir þar til að halla fór undan fæti hjá honum, bæði með Man Utd og spænska landsliðinu. Á sama tíma hefur Kepa verið að taka stórstígum framförum og hefur Robert Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, notað þá báða í riðlakeppninni til þessa þar sem Kepa hefur byrjað fjóra leiki en De Gea tvo. „Það er alltaf jákvætt fyrir landsliðið ef það er samkeppni um stöður í byrjunarliðinu. Við höfum verið að skiptast á leikjum og ég verð að trúa á sjálfan mig.“ „Ég hugsa ekki um það sem er skrifað í blöðunum. Ég vill frekar láta verkin tala inn á vellinum,“ segir Kepa. Leikur Noregs og Spánar hefst klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira