Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 18:15 Það er í góðu lagi að pissa í sturtu. vísir/getty Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira