Guðlaugur Victor: Ennþá hlutir sem ég þarf að læra Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2019 21:34 Guðlaugur Victor í baráttunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
„Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01