Spánverjar jöfnuðu gegn Svíum í uppbótartíma | Lærisveinar Helga Kolviðs töpuðu stórt | Öll úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2019 21:15 Helgi Kolviðsson á hliðarlínunni gegn Ítalíu í kvöld. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Sjá meira
Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28