Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2019 18:26 Frá Reykhólum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35