Grundvallarmál um skyldur lögmanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Berglind tekur undir úrskurð Landsréttar. Mynd/aðsend Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira