Sex lið búin að tryggja sér farseðilinn á EM 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2019 08:30 Teemu Pukki og félagar í Finnlandi eru komnir með annan fótinn á EM. Vísir/Getty Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira