Sex lið búin að tryggja sér farseðilinn á EM 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2019 08:30 Teemu Pukki og félagar í Finnlandi eru komnir með annan fótinn á EM. Vísir/Getty Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira