Þjálfari Búlgara biður enska landsliðið afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 10:00 Balakov ræðir við Sterling vísir/getty Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00
Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00
Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30