UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna Heimsljós kynnir 16. október 2019 14:30 UNICEF Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. „Þrátt fyrir margvíslegar framfarir á síðustu áratugum höfum við misst sjónar af þeirri einföldu staðreynd að borði börn lélegt fæði lifa þau ekki góðu lífi,“ sagði Henriette Fore framkvæmdastjóri UNICEF þegar skýrslan var kynnt.Forsíða skýrslunnarFram kemur í skýrslunni að hartnær tvö börn af hverjum þremur á aldrinum frá sex mánaða til tveggja ára fái ekki þá næringu sem þau þurfi á þessu mikilvæga vaxtarskeiði. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir hollt og næringarríkt mataræði vera hluta af rétti barna til lífs og þroska. Hann segir fullorðna fólkið hunsa þennan rétt of víða og þar með grafa undan styrkum stoðum samfélaga framtíðarinnar. „Niðurstöður skýrslunnar sýna að allir þurfa að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun við, hvort sem um ræðir vannæringu, ofnæringu eða vítamínskort. Velferð komandi kynslóða er í húfi,“ segir Bergsteinn um niðurstöður skýrslunnar. Þær eru:149 milljónir barna þjást af vaxtarröskun eða eru of lágvaxin miðað við aldur.50 milljónir barna þjást af rýrnun eða eru of grannvaxin miðað við hæð.340 milljónir barna, eða annað hvert barn, þjást af skorti nauðsynlegra vítamína og næringarefna á borð við A-vítamín og járn. 40 milljónir barna eru of þung. Til að bregðast við þessum vaxandi vanda á heimsvísu skorar UNICEF á stjórnvöld um allan heim, einkageirann, foreldra, fjölskyldur og fyrirtæki að hjálpa börnum að vaxa heilbrigð úr grasi með því meðal annars að:Valdefla fjölskyldur, börn og ungt fólk til að krefjast næringarríkar fæðu, auka næringarfræðslu og nota þaulreynda löggjöf – á borð við sykurskatta – til að draga úr framboði á óhollri fæðu.Hvetja matarbirgja til að styðja við börn með því að útvega hollan, einfaldan og ekki of dýran mat.Skapa heilbrigt fæðuumhverfi fyrir börn og ungmenni með leiðum sem vitað er að skila árangri eins og með bættum innihaldslýsingum og merkingum og sterkari aðhaldi við markaðssetningu á óhollum mat.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. „Þrátt fyrir margvíslegar framfarir á síðustu áratugum höfum við misst sjónar af þeirri einföldu staðreynd að borði börn lélegt fæði lifa þau ekki góðu lífi,“ sagði Henriette Fore framkvæmdastjóri UNICEF þegar skýrslan var kynnt.Forsíða skýrslunnarFram kemur í skýrslunni að hartnær tvö börn af hverjum þremur á aldrinum frá sex mánaða til tveggja ára fái ekki þá næringu sem þau þurfi á þessu mikilvæga vaxtarskeiði. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir hollt og næringarríkt mataræði vera hluta af rétti barna til lífs og þroska. Hann segir fullorðna fólkið hunsa þennan rétt of víða og þar með grafa undan styrkum stoðum samfélaga framtíðarinnar. „Niðurstöður skýrslunnar sýna að allir þurfa að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun við, hvort sem um ræðir vannæringu, ofnæringu eða vítamínskort. Velferð komandi kynslóða er í húfi,“ segir Bergsteinn um niðurstöður skýrslunnar. Þær eru:149 milljónir barna þjást af vaxtarröskun eða eru of lágvaxin miðað við aldur.50 milljónir barna þjást af rýrnun eða eru of grannvaxin miðað við hæð.340 milljónir barna, eða annað hvert barn, þjást af skorti nauðsynlegra vítamína og næringarefna á borð við A-vítamín og járn. 40 milljónir barna eru of þung. Til að bregðast við þessum vaxandi vanda á heimsvísu skorar UNICEF á stjórnvöld um allan heim, einkageirann, foreldra, fjölskyldur og fyrirtæki að hjálpa börnum að vaxa heilbrigð úr grasi með því meðal annars að:Valdefla fjölskyldur, börn og ungt fólk til að krefjast næringarríkar fæðu, auka næringarfræðslu og nota þaulreynda löggjöf – á borð við sykurskatta – til að draga úr framboði á óhollri fæðu.Hvetja matarbirgja til að styðja við börn með því að útvega hollan, einfaldan og ekki of dýran mat.Skapa heilbrigt fæðuumhverfi fyrir börn og ungmenni með leiðum sem vitað er að skila árangri eins og með bættum innihaldslýsingum og merkingum og sterkari aðhaldi við markaðssetningu á óhollum mat.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent