Borgin dreifir límmiðum til borgarbúa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:10 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira