„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 15:37 Sveinn Andri hlær að gagnrýni Skúla Gunnars og segir hana galna. Og hefur ekki þungar áhyggjur af dómi sé féll hvar honum var gert að endurgreiða 100 milljónir króna. „Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37