Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 16:26 Glæný Corolla gæti einmitt verið huggunin sem Ágústa Elín þarf á að halda. Enn kemur áskriftaleikur Moggans skemmtilega á óvart. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland.
Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34
Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39
Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22