Hættu að nota einnota plast Hrund Þórsdóttir skrifar 20. október 2019 21:30 Einnota plast er áberandi í veitingabransanum en starfsfólki veitingastaðarins Spring í London hefur tekist að losa sig alfarið við það úr rekstrinum. Verkefnið var krefjandi en með samhentu átaki tókst eigendum og starfsmönnum að finna lausnir. Í stað plastfilmu er notast við margnota lok á matarílát, blýantar leystu penna af hólmi og svo framvegis. Erfitt reyndist að finna klósettpappír án plastumbúða. Á endanum fannst pappír í bambusumbúðum en hann var dýr. Og hver var lausnin? Jú, starfsmenn ákváðu að nota tuskur í stað pappírs til að þurrka á sér hendurnar, til að spara upphæðir á móti dýru bambusumbúðunum. Átakið nær einnig til birgjanna og berist matvara í einnota plastumbúðum er hún send til baka. Kostnaður við breytingarnar var um 1.200 bresk pund, eða um tvö hundruð þúsund íslenskar krónur. Á móti sparast háar fjárhæðir sem fóru í plastumbúðir og er átakið þegar farið að skila hagnaði. Aðeins um níu prósent plasts í heiminum er endurunnið svo yfir 90% þess er einnota. Í London einni er á sextánda þúsund veitingastaða og vona starfsmenn og eigendur Spring að fleiri fylgi fordæminu og losi sig við einnota plast úr rekstri sínum. Bretland Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Einnota plast er áberandi í veitingabransanum en starfsfólki veitingastaðarins Spring í London hefur tekist að losa sig alfarið við það úr rekstrinum. Verkefnið var krefjandi en með samhentu átaki tókst eigendum og starfsmönnum að finna lausnir. Í stað plastfilmu er notast við margnota lok á matarílát, blýantar leystu penna af hólmi og svo framvegis. Erfitt reyndist að finna klósettpappír án plastumbúða. Á endanum fannst pappír í bambusumbúðum en hann var dýr. Og hver var lausnin? Jú, starfsmenn ákváðu að nota tuskur í stað pappírs til að þurrka á sér hendurnar, til að spara upphæðir á móti dýru bambusumbúðunum. Átakið nær einnig til birgjanna og berist matvara í einnota plastumbúðum er hún send til baka. Kostnaður við breytingarnar var um 1.200 bresk pund, eða um tvö hundruð þúsund íslenskar krónur. Á móti sparast háar fjárhæðir sem fóru í plastumbúðir og er átakið þegar farið að skila hagnaði. Aðeins um níu prósent plasts í heiminum er endurunnið svo yfir 90% þess er einnota. Í London einni er á sextánda þúsund veitingastaða og vona starfsmenn og eigendur Spring að fleiri fylgi fordæminu og losi sig við einnota plast úr rekstri sínum.
Bretland Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira