Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2019 09:00 Björgvin ásamt félaga sínum Robert Haug hjá Skjern. Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“ Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. Björgvin Páll hefur verið samanlagt í ellefu ár í atvinnumennsku en nú er mál að linni. Hann flytur heim ásamt fjölskyldunni næsta sumar og að þessu sinni eru þau alkomin. Hann mun setja punkt fyrir aftan atvinnumannaferilinn í sumar. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákveð að koma heim núna. Meðal annars að ég vil verða betri markvörður og einnig til þess að rækta sálina, vinina og fjölskylduna betur,“ segir Björgvin Páll en hann lék síðast á Íslandi árið 2017 með Haukum. Það var stutt stopp hjá honum.Spila lengur en Guðjón Valur „Þá spilaði ég mikið en ég hef ekki verið að fá of mörg tækifæri hér úti síðustu misseri. Ef ég kem heim fæ ég að spila og lengi ferilinn því ég vil spila að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Ég á tíu góð ár eftir og ég get ekki hætt yngri en Guðjón Valur,“ sagði hinn 34 ára gamli Björgvin Páll léttur.Björgvin í leik með Haukum þar sem hann fór á kostum.vísir/vilhelmÞað verður væntanlega enginn skortur á áhuga á markverðinum hér heima en liggur eitthvað fyrir í hvaða lið Björgvin ætlar að fara? „Nei, ég hef verið að halda þessari ákvörðun fyrir mig hingað til. Ég ætla að leyfa þessu að gerast og spá í hvaða félög henta mér. Ég gerði það líka síðast og hafði þá beint samband við Haukana. Í dag sé ekki beint núna hvaða lið hentar mér best og ég ætla að láta þetta bara koma til mín.“ Í Danmörku hefur Björgvin Páll mætt nokkru mótlæti og spiltíminn oft á tíðum af mjög skornum skammti. Hann hefur reynt að taka mótlætinu vel og á jákvæðan hátt.Mikilvægara að vera góð manneskja „Svipað og á síðasta ári er ég með markmannsfélaga sem er ungur og mjög efnilegur. Hann þarf á stuðningi að halda. Ég hef sett fókusinn mikið á að hjálpa félaganum og hann er búinn að vera frábær það sem af er. Það sem að skiptir liðið mestu máli að heildarmarkvarlsan sé í lagi, ekki hver spilar mínúturnar en saman höfum við varið yfir 36 prósent það sem af er deildinni,“ segir markvörðurinn jákvæður. „Þessi hugsun telst kannski eðileg en er ekki algeng þegar kemur að atvinnumennsku þar sem að eins manns dauði er annars brauð er oft ríkjandi. Það sama ekki við um Skjern og okkar lið. Sjálfur hef ég þroskast mikið síðustu ár og verið að fást við hluti sem að gerði það það verkum að ég hef lagt mikinn fókus í að fylgja eftir mínum gildum. Þau eru að það er mér mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta.“ Björgvin mun tala opinskátt um þessa hluti í bók sem hann er að gefa út en hún heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. „Ég er að opna mig með alls konar hluti í fortíðinni og nútíðinni. Margir munu skilja marga hluti hjá mér betur er þeir lesa hana.“
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira