Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 21:55 Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Alþingi Samgöngur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira