Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2019 13:23 Haukur Arnþórsson, prófessor í stjórnsýslufræðum, gefur í dag út bókina Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“ Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira