Föstudagsplaylisti Alison MacNeil Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 18. október 2019 20:45 Portrett af Alison. Magda Doborzynska Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira