Bótamáli sparifjáreigenda gegn Hreiðari Má og Ólafi vísað frá dómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 17:56 Ólafur Ólafsson (t.v.) og Hreiðar Már Guðmundsson (t.h.) Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Samtökin töldu Heiðar Má og Ólaf hafa skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum með lögbrotum árin 2007 og 2008. Málsóknirnar byggðu meðal annars á viðskiptum lífeyrissjóðsins Stapa með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun. Þá töldu stefnendur að dómar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og tengsl aðstandenda bankans við al-Thani málið sýndi fram á að þeir hefðu haldið uppi hlutafjárverði bankans með ólögmætum hætti. Í dag var málunum vísað frá dómi, líkt og Hreiðar og Már og Ólafur höfðu krafist, en dómarinn tók fram að í málsgögnum hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hagnað Stapa af hlutafjáreigninni áður en markaðsmisnotkunin átti sér stað. Þar að auki hafi Stapi ekki aðeins keypt hlutabréf heldur líka selt þau í Kaupþingi. Þá hafi stefnandi ekki getað sýnt fram á að lífeyrissjóðurinn hafi verið blekktur í að selja bréf sín í Kaupþingi ekki vegna al-Thani málsins. Ekki sé vitað hvort slík umræða hafi farið fram innan sjóðsins og sjóðurinn seldi hlutabréf eftir að tilkynnt var um kaup al-Thani. Samtök sparifjáreigenda höfðu áður stefnt Ólafi, Hreiðari, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni vegna sama máls en því var vísað frá dómi í janúar 2018. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Samtökin töldu Heiðar Má og Ólaf hafa skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum með lögbrotum árin 2007 og 2008. Málsóknirnar byggðu meðal annars á viðskiptum lífeyrissjóðsins Stapa með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun. Þá töldu stefnendur að dómar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og tengsl aðstandenda bankans við al-Thani málið sýndi fram á að þeir hefðu haldið uppi hlutafjárverði bankans með ólögmætum hætti. Í dag var málunum vísað frá dómi, líkt og Hreiðar og Már og Ólafur höfðu krafist, en dómarinn tók fram að í málsgögnum hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hagnað Stapa af hlutafjáreigninni áður en markaðsmisnotkunin átti sér stað. Þar að auki hafi Stapi ekki aðeins keypt hlutabréf heldur líka selt þau í Kaupþingi. Þá hafi stefnandi ekki getað sýnt fram á að lífeyrissjóðurinn hafi verið blekktur í að selja bréf sín í Kaupþingi ekki vegna al-Thani málsins. Ekki sé vitað hvort slík umræða hafi farið fram innan sjóðsins og sjóðurinn seldi hlutabréf eftir að tilkynnt var um kaup al-Thani. Samtök sparifjáreigenda höfðu áður stefnt Ólafi, Hreiðari, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni vegna sama máls en því var vísað frá dómi í janúar 2018.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45