Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2019 20:45 Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, segir ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Stöð 2 Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira