Segir málamiðlanir ekki merki um skoðanaleysi eða stefnuflökt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. október 2019 22:15 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn eins og Sósíalistaflokkinn forðum hafa gripið tækifærið til að koma stefnumálum sínum áfram með mundun núverandi ríkisstjórnar. stöð 2 Formaður Vinstri grænna segir flokkinn eins og Sósíalistaflokkinn forðum hafa gripið tækifærið til að koma stefnumálum sínum áfram með myndun núverandi ríkisstjórnar. Enginn geti mótmælt því að í fyrsta skipti hafi verulegum fjármunum verið varið til loftlags- og umhverfismála. Í upphafi ræðu sinnar vísaði hún einnig til Nýsköpunarstjórnarinnar sem mynduð var árið 1944 með Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki, þar sem sósíalistar hafi gripið tækifærið til að hafa áhrif og það hafi Vinstri græn einnig gert eftir fimm alþingiskosningar á tíu árum. Umhverfismál voru þó Katrínu ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á landsfundi Vinstri Grænna, sem settur var í dag. „Markmiðið er skýrt. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin hefur verið lögð fram, hún snýst fyrst og fremst um orkuskipti í samgöngum og stóraukna kolefnisbindingu. Þetta er stórmál og þótt að ríkisstjórnin hefði ekki gert neitt annað þá er þetta samt skref sem fyrr valdhöfum tókst ekki að stíga,“ sagði Katrín í ræðu sinni í dag.Þá sagði hún að fyrir daga þessarar ríkisstjórnar hafi almenningssamgöngur lítið sem ekkert verið á dagskrá ríkisstjórna en nýlega hafi verið gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um risaframlög til þeirra mála. Þá varaði hún við uppgangi popúlismans og ræddi einnig að gera þyrfti málamiðlanir þegar ríkisstjórn líkt og þessi myndaðist. „Málamiðlanir og sátt um breiðar línur stjórnmálanna eru ekki merki um skoðanaleysi eða stefnuflökt. Þvert á móti þarf einmitt að hafa skýra sýn og skýran kjarna og þor til að semja um framgang mála með þeim hætti að meirihluti þjóðarinnar geti sætt sig við niðurstöðuna til lengri tíma litið og að við mjökum málum áfram. Því miður vex pólitískum öfgum fiskur um hrygg, beggja vegna Atlantsálala og þessi ríkisstjórn getur sýnt og sannað að það er hægt að vinna saman þvert á pólitískar átakalínur, landi og þjóð til heilla.“ Katrínu var einnig tíðrætt um félagslegt réttlæti og aukin jöfnuð og þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hafi gripið til með stórauknum fjárveitingum til félagslega kerfisins og heilbrigðiskerfisins og breytingum á skattkerfinu. Og undir lokin sagðist hún trúa því að þjóðin muni meta verk Vinstri grænna að verðleikum og svo gerði Katrín dálítið grín að sjálfri sér undir lokin. „Þar sem ég er nú búin að gera það að venju minni að fara að gráta í ræðustól þá væri það nú viðeigandi endir á þessari ræðu en kæru félagar, ég trúi því saman að við munum lyfta grettistaki á þessu kjörtímabili. Af því að við bæði þorum og getum en ekki síst af því að við erum saman.“Katrín segir að forðast þurfi popúlisma og glundroða í íslenskri pólitík.stöð 2Katrín ræddi við fréttamann Stöðvar 2 eftir ræðuna og varaði þar sérstaklega við popúlisma og glundroða. „Við auðvitað sjáum glundroðann víða á vettvangi alþjóðastjórnmála og það er ekkert sem segir að hann geti ekki sömuleiðis orðið ráðandi hér og ég rakti það af hverju okkur finnst mikilvægt að standa að þessari pólitísku nýsköpun sem ég kýs að kalla núverandi ríkisstjórn þar sem við erum að sýna það að ólíkir flokkar geta unnið saman.“ Í núverandi ríkisstjórn séu flokkar með mjög ólíka stefnu sem einfaldlega ákveði að ná árangri með málamiðlunum án þess að valda glundroða í kring um það. Það sjáist bæði vestanhafs og í Evrópu, mikill pólitískur glundroði, þar sem eitt sé sagt í dag og annað á morgun, það sé almenningi ekki til hagsbóta. Þá segist Katrín enga ástæðu til að halda annað en að ríkisstjórnin lifi út kjörtímabilið. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað, með þeim fyrirvara að maður veit aldrei hvað gerist í pólitík en þetta hefur gengið merkilega vel.“ Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að fara opinskátt yfir stöðu VG Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina. Formaðurinn telur frammistöðuna í ríkisstjórn góða. Umhverfisráðherra stígur nú inn á pólitíska sviðið með framboði til varaformanns. Telur kjör styrkja stöðu hans og málefna þess ráðuneytis sem hann stýrir. 17. október 2019 09:00 Bein útsending frá ræðu Katrínar á landsfundi VG Landsfundur Vinstri grænna hófst klukkan fjögur í dag og stendur hann yfir alla helgina. 18. október 2019 17:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir flokkinn eins og Sósíalistaflokkinn forðum hafa gripið tækifærið til að koma stefnumálum sínum áfram með myndun núverandi ríkisstjórnar. Enginn geti mótmælt því að í fyrsta skipti hafi verulegum fjármunum verið varið til loftlags- og umhverfismála. Í upphafi ræðu sinnar vísaði hún einnig til Nýsköpunarstjórnarinnar sem mynduð var árið 1944 með Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki, þar sem sósíalistar hafi gripið tækifærið til að hafa áhrif og það hafi Vinstri græn einnig gert eftir fimm alþingiskosningar á tíu árum. Umhverfismál voru þó Katrínu ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á landsfundi Vinstri Grænna, sem settur var í dag. „Markmiðið er skýrt. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin hefur verið lögð fram, hún snýst fyrst og fremst um orkuskipti í samgöngum og stóraukna kolefnisbindingu. Þetta er stórmál og þótt að ríkisstjórnin hefði ekki gert neitt annað þá er þetta samt skref sem fyrr valdhöfum tókst ekki að stíga,“ sagði Katrín í ræðu sinni í dag.Þá sagði hún að fyrir daga þessarar ríkisstjórnar hafi almenningssamgöngur lítið sem ekkert verið á dagskrá ríkisstjórna en nýlega hafi verið gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um risaframlög til þeirra mála. Þá varaði hún við uppgangi popúlismans og ræddi einnig að gera þyrfti málamiðlanir þegar ríkisstjórn líkt og þessi myndaðist. „Málamiðlanir og sátt um breiðar línur stjórnmálanna eru ekki merki um skoðanaleysi eða stefnuflökt. Þvert á móti þarf einmitt að hafa skýra sýn og skýran kjarna og þor til að semja um framgang mála með þeim hætti að meirihluti þjóðarinnar geti sætt sig við niðurstöðuna til lengri tíma litið og að við mjökum málum áfram. Því miður vex pólitískum öfgum fiskur um hrygg, beggja vegna Atlantsálala og þessi ríkisstjórn getur sýnt og sannað að það er hægt að vinna saman þvert á pólitískar átakalínur, landi og þjóð til heilla.“ Katrínu var einnig tíðrætt um félagslegt réttlæti og aukin jöfnuð og þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hafi gripið til með stórauknum fjárveitingum til félagslega kerfisins og heilbrigðiskerfisins og breytingum á skattkerfinu. Og undir lokin sagðist hún trúa því að þjóðin muni meta verk Vinstri grænna að verðleikum og svo gerði Katrín dálítið grín að sjálfri sér undir lokin. „Þar sem ég er nú búin að gera það að venju minni að fara að gráta í ræðustól þá væri það nú viðeigandi endir á þessari ræðu en kæru félagar, ég trúi því saman að við munum lyfta grettistaki á þessu kjörtímabili. Af því að við bæði þorum og getum en ekki síst af því að við erum saman.“Katrín segir að forðast þurfi popúlisma og glundroða í íslenskri pólitík.stöð 2Katrín ræddi við fréttamann Stöðvar 2 eftir ræðuna og varaði þar sérstaklega við popúlisma og glundroða. „Við auðvitað sjáum glundroðann víða á vettvangi alþjóðastjórnmála og það er ekkert sem segir að hann geti ekki sömuleiðis orðið ráðandi hér og ég rakti það af hverju okkur finnst mikilvægt að standa að þessari pólitísku nýsköpun sem ég kýs að kalla núverandi ríkisstjórn þar sem við erum að sýna það að ólíkir flokkar geta unnið saman.“ Í núverandi ríkisstjórn séu flokkar með mjög ólíka stefnu sem einfaldlega ákveði að ná árangri með málamiðlunum án þess að valda glundroða í kring um það. Það sjáist bæði vestanhafs og í Evrópu, mikill pólitískur glundroði, þar sem eitt sé sagt í dag og annað á morgun, það sé almenningi ekki til hagsbóta. Þá segist Katrín enga ástæðu til að halda annað en að ríkisstjórnin lifi út kjörtímabilið. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað, með þeim fyrirvara að maður veit aldrei hvað gerist í pólitík en þetta hefur gengið merkilega vel.“
Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að fara opinskátt yfir stöðu VG Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina. Formaðurinn telur frammistöðuna í ríkisstjórn góða. Umhverfisráðherra stígur nú inn á pólitíska sviðið með framboði til varaformanns. Telur kjör styrkja stöðu hans og málefna þess ráðuneytis sem hann stýrir. 17. október 2019 09:00 Bein útsending frá ræðu Katrínar á landsfundi VG Landsfundur Vinstri grænna hófst klukkan fjögur í dag og stendur hann yfir alla helgina. 18. október 2019 17:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Ætlar að fara opinskátt yfir stöðu VG Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina. Formaðurinn telur frammistöðuna í ríkisstjórn góða. Umhverfisráðherra stígur nú inn á pólitíska sviðið með framboði til varaformanns. Telur kjör styrkja stöðu hans og málefna þess ráðuneytis sem hann stýrir. 17. október 2019 09:00
Bein útsending frá ræðu Katrínar á landsfundi VG Landsfundur Vinstri grænna hófst klukkan fjögur í dag og stendur hann yfir alla helgina. 18. október 2019 17:00