Borgarráð hlustaði á ungt fólk á Kjalarnesi Björn Þorfinnsson skrifar 19. október 2019 07:15 Gabríel segir Kjalnesinga meðvitaða um umhverfi sitt. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg hefur brett upp ermar og hafist handa við endurbætur á grenndarstöðvum borgarinnar. Úttekt hefur verið gerð á staðsetningu og umhverfi grenndarstöðvanna sem meðal annars fólst í greiningu á staðsetningu þeirra, endurnýjunarþörf og stöðu skipulagsmála. Fyrstu útboð vegna verkefnisins eru að bresta á og verður þeim framhaldið á næsta ári. Það er ungu fólki á Kjalarnesi að þakka að hreyfing er komin á verkefnið. Tillagan um endurbæturnar er komin frá ungmennaráði svæðisins og var hún lögð fram á árlegum fundi ungmennaráða og borgarstjórnar Reykjavíkur. Sá sem bar tillöguna fram er hinn 15 ára gamli Gabríel Smári Hermannsson. „Ég fékk það hlutverk að leggja tillöguna fram á fundinum en hún er sprottin af vinnu okkar allra í ungmennaráði Kjalarness,“ segir Gabríel af aðdáunarverðri pólitískri hógværð. Að sögn Gabríels varð fljúgandi rusl á víð og dreif til þess að hugmyndin að tillögunni kviknaði. „Við í ungmennaráðinu höfðum öll orðið vör við fjúkandi rusl á Kjalarnesi sem kom frá grenndarstöðinni. Þar var einfaldlega allt troðfullt og tæmt of sjaldan með tilheyrandi sóðaskap. Aðstæður á Kjalarnesi eru til dæmis þannig að svæðið er ekki mjög skjólsælt sem skapar ýmis vandamál. Það sama gildir um aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Við vorum því öll sammála um að brýnt væri að ráðast í endurbætur, skipuleggja svæði þeirra betur og auka tíðni sorphirðu,“ segir Gabríel. Hann hafi því fyrir hönd ungmennaráðs Kjalarness borið upp tillöguna á þessum árlega fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og ungmennaráða borgarinnar. „Það er mjög hvetjandi fyrir okkur að sjá að það sem við ræðum innan ungmennaráðsins sé raunverulega tekið fyrir hjá borgaryfirvöldum og sett í framkvæmd. Ungmennaráð Kjalarness hittist tvisvar í mánuði á fundum og þetta gefur okkur aukinn kraft. Það er hlustað á okkur,“ segir Gabríel. Hann tekur þó fram að það sé þó ekki svo að Kjalarness sé allt í rusli. „Íbúar Kjalarness eru mjög meðvitaðir um umhverfi sitt. Maður verður var við að íbúar, ungir sem aldnir, tína rusl upp í göngutúrum og vilja halda nærumhverfi sínu hreinu. Það er gott að Reykjavíkurborg ætli að hjálpa til í þessari baráttu,“ segir Gabríel. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur brett upp ermar og hafist handa við endurbætur á grenndarstöðvum borgarinnar. Úttekt hefur verið gerð á staðsetningu og umhverfi grenndarstöðvanna sem meðal annars fólst í greiningu á staðsetningu þeirra, endurnýjunarþörf og stöðu skipulagsmála. Fyrstu útboð vegna verkefnisins eru að bresta á og verður þeim framhaldið á næsta ári. Það er ungu fólki á Kjalarnesi að þakka að hreyfing er komin á verkefnið. Tillagan um endurbæturnar er komin frá ungmennaráði svæðisins og var hún lögð fram á árlegum fundi ungmennaráða og borgarstjórnar Reykjavíkur. Sá sem bar tillöguna fram er hinn 15 ára gamli Gabríel Smári Hermannsson. „Ég fékk það hlutverk að leggja tillöguna fram á fundinum en hún er sprottin af vinnu okkar allra í ungmennaráði Kjalarness,“ segir Gabríel af aðdáunarverðri pólitískri hógværð. Að sögn Gabríels varð fljúgandi rusl á víð og dreif til þess að hugmyndin að tillögunni kviknaði. „Við í ungmennaráðinu höfðum öll orðið vör við fjúkandi rusl á Kjalarnesi sem kom frá grenndarstöðinni. Þar var einfaldlega allt troðfullt og tæmt of sjaldan með tilheyrandi sóðaskap. Aðstæður á Kjalarnesi eru til dæmis þannig að svæðið er ekki mjög skjólsælt sem skapar ýmis vandamál. Það sama gildir um aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Við vorum því öll sammála um að brýnt væri að ráðast í endurbætur, skipuleggja svæði þeirra betur og auka tíðni sorphirðu,“ segir Gabríel. Hann hafi því fyrir hönd ungmennaráðs Kjalarness borið upp tillöguna á þessum árlega fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og ungmennaráða borgarinnar. „Það er mjög hvetjandi fyrir okkur að sjá að það sem við ræðum innan ungmennaráðsins sé raunverulega tekið fyrir hjá borgaryfirvöldum og sett í framkvæmd. Ungmennaráð Kjalarness hittist tvisvar í mánuði á fundum og þetta gefur okkur aukinn kraft. Það er hlustað á okkur,“ segir Gabríel. Hann tekur þó fram að það sé þó ekki svo að Kjalarness sé allt í rusli. „Íbúar Kjalarness eru mjög meðvitaðir um umhverfi sitt. Maður verður var við að íbúar, ungir sem aldnir, tína rusl upp í göngutúrum og vilja halda nærumhverfi sínu hreinu. Það er gott að Reykjavíkurborg ætli að hjálpa til í þessari baráttu,“ segir Gabríel.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira