Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2019 08:00 Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira