Handbolti

HK hafði betur í Mosfellsbæ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
HK fór með sigrinum upp í fjórða sæti Olísdeildar kvenna
HK fór með sigrinum upp í fjórða sæti Olísdeildar kvenna vísir/vilhelm
Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag.

Gestirnir úr Kópavogi tóku yfirhöndina í leiknum snemma en Afturelding var þó aldrei skammt undan og staðan í hálfleik var 11-9 fyrir HK.

Í upphafi seinni hálfleiks náði HK að byggja sér upp aðeins meiri forystu og var munurinn í kringum þrjú, fjögur mörk mest allan seinni hálfleiksins.

Þegar upp var staðið vann HK 24-21 sigur.

Ágústa Huld Gunnarsdóttir var markahæst HK með 7 mörk, Elva Arinbjarnar gerði fjögur. Hjá Aftureldingu dró Anamaria Gugic vagninn með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×