Maðurinn sem leitað var að við Glym er fundinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 22:37 Glymur er hæsti foss Íslands. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira