Maðurinn sem leitað var að við Glym er fundinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 22:37 Glymur er hæsti foss Íslands. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira