Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 20:00 Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira