Barátta gegn hamfarahlýnun inn í alla stefnumótun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 11:44 ASÍ ætlar að setja umhverfismálin á oddinn og móta skýra stefnu í málaflokknum. vísir/Baldur Hrafnkell Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira