Barátta gegn hamfarahlýnun inn í alla stefnumótun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 11:44 ASÍ ætlar að setja umhverfismálin á oddinn og móta skýra stefnu í málaflokknum. vísir/Baldur Hrafnkell Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira