Gula Pressan: „Hvern djöfulinn hefur framtíðin gert fyrir okkur?“ Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 13:39 Í Gulu Pressunni árið 1990 lét Gunnar Smári, og þandi ímyndunarafl sitt til hins ítrasta, Þorstein Pálsson segja nokkurn veginn það sama og Hannes Hólmsteinn sagði svo í gær og olli nokkru írafári. Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50