Hegningarauka krafist við dóminn í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Vilhjálmur H VIlhjálmsson lögmaður. Fréttablaðið/GVA Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent