Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:01 Guðmundur Ingi var á leið í leigubíl til Reykjavíkur þegar Vísir náði tali af honum. Þá voru innan við tíu mínútur í að sýning ætti að hefjast í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann. Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann.
Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira