Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2019 07:25 Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag. Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30