Telja óheppilega fræðslu hafa ratað í framhaldsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 20:30 Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira