Elías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. október 2019 18:53 Elías Már Halldórsson þjálfar HK vísir/daníel Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson.
Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira