Sameinast öll sveitarfélög í Árnessýslu? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 19:15 Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira