Stendur loksins undir væntingum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 11:00 Traore fagnar. Alex Livesey/Getty Images) Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira