Sætið undir Solskjær orðið ansi heitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 17:15 Ole Gunnar Solskjær reynir að lesa yfir miðjumanninum Andreas Pereira í Newcastle í gær.. Nordicphotos/Getty Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira