Sætið undir Solskjær orðið ansi heitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 17:15 Ole Gunnar Solskjær reynir að lesa yfir miðjumanninum Andreas Pereira í Newcastle í gær.. Nordicphotos/Getty Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira