Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2019 19:59 Kúluhúsin rísa án tilskilinna leyfa í Rangárþingi. stöð 2 Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi. Rangárþing ytra Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi.
Rangárþing ytra Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira