Hvorki stjórnarskrá né EES koma í veg fyrir hömlur á jarðakaup Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 19:00 Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín. Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín.
Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira