Landsliðsþjálfarinn fékk rautt í stórsigri Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 9. október 2019 10:00 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti