Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum vegna innrásar Tyrkja á héröð Kúrda í Sýrlandi. Þetta kemur fram í tísti ráðherra þar sem hann kveðst óttast að aðgerðirnar geti leitt til þess að bakslag verði í baráttunni við hryðjuverkasamtökin ISIS á svæðinu auk þess sem aðgerðirnar séu til þess fallnar að auka á þjáningar almennra borgara.
„Það er þörf á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun,“ skrifar Guðlaugur Þór. Óskað hefur verið eftir því að hann komi fyrir utanríkismálanefnd Alþingis vegna málsins en hann hefur undanfarna daga verið á ferð í Sierra Lione. Þá hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallað eftir því að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland.
Færsla utanríkisráðherra birtist á Twitter þar sem hann lýsir áhyggjum sínum.skjáskot