Telja heilatengda sjónskerðingu vangreinda hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 18:45 Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira