Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2019 20:30 Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn í Svartsengi í dag. Finnur Beck, starfandi forstjóri HS Orku, til vinstri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan. Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan.
Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent