Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. september 2019 20:30 Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga stefnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á að gera breytingar á tilhögun löggæslumála í landinu. Dómsmálaráðherra vill fækka í yfirstjórn lögreglunnar en það er eitt af því sem Haraldur Johannessen, ríkilögreglustóri, hefur sjálfur sagt að þurfi að gera, til að einfalda og stytta boðleiðir. Breytingarnar nú eru tilkomnar vegna stöðunnar í löggæslumálum í landinu en átta af níu lögreglustórum landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Ein af hugmyndum dómsmálaráðherra er að sameina eða samreka Embætti ríkislögreglustjóra og Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er líklegt að starfslok lögreglustjórans á Austurlandi, sem hættir fljótlega fyrir aldurssakir, leiði til breytinga. Dómsmálaráðherra hefur einnig sagt að verkefni, sem stýrð eru af ríkislögreglustóra, og séu landlæg, skulu færð yfir til lögregluembættanna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri,Vísir/VilhelmDusta rykið af 10 ára gamalli skýrslu Meðal þess sem dómsmálaráðherra er með til skoðunar er að dusta rykið af skýrslu þáverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, frá 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex sem í dag eru níu, auk ríkislögreglustóraembættisins. Embættið hefur fjölmörgum skyldum að gegna en hlutverk þess er einkum ráðgjöf við ráðuneyti, samhæfing löggæslu, stoðþjónusta við lögregluembætti og sérstök löggæslu verkefni á landsvísu. Þó ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra er hann ekki yfirmaður lögreglustjóra og fer ekki með almennt boðvald gagnvart þeim. Hjá ríkislögreglustóranum eru reknar nokkrar deildir, eins og rannsóknardeild, greiningardeild, alþjóðadeild, almannavarnadeild, mennta- og starfsþróunarsetur, kennslanefnd, bílamiðstöð, sem ákveðið hefur verið að leggja niður og síðast en ekki síst sérsveit. Í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2009 er lagt til að ríkislögreglustjóri verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun innan lögreglunnar sem sinni auk þess sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála sem eðli máls samkvæmt falla ekki undir hefðbundna löggæslu. Dómsmálaráðherra hyggst í þessari viku funda með ríkislögreglustóra, öllum lögreglustjórum í landinu og aðilum sem koma að löggæslu, þar sem breytingar á löggæslumálum verða lagðar fram. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga stefnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á að gera breytingar á tilhögun löggæslumála í landinu. Dómsmálaráðherra vill fækka í yfirstjórn lögreglunnar en það er eitt af því sem Haraldur Johannessen, ríkilögreglustóri, hefur sjálfur sagt að þurfi að gera, til að einfalda og stytta boðleiðir. Breytingarnar nú eru tilkomnar vegna stöðunnar í löggæslumálum í landinu en átta af níu lögreglustórum landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Ein af hugmyndum dómsmálaráðherra er að sameina eða samreka Embætti ríkislögreglustjóra og Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er líklegt að starfslok lögreglustjórans á Austurlandi, sem hættir fljótlega fyrir aldurssakir, leiði til breytinga. Dómsmálaráðherra hefur einnig sagt að verkefni, sem stýrð eru af ríkislögreglustóra, og séu landlæg, skulu færð yfir til lögregluembættanna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri,Vísir/VilhelmDusta rykið af 10 ára gamalli skýrslu Meðal þess sem dómsmálaráðherra er með til skoðunar er að dusta rykið af skýrslu þáverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, frá 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex sem í dag eru níu, auk ríkislögreglustóraembættisins. Embættið hefur fjölmörgum skyldum að gegna en hlutverk þess er einkum ráðgjöf við ráðuneyti, samhæfing löggæslu, stoðþjónusta við lögregluembætti og sérstök löggæslu verkefni á landsvísu. Þó ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra er hann ekki yfirmaður lögreglustjóra og fer ekki með almennt boðvald gagnvart þeim. Hjá ríkislögreglustóranum eru reknar nokkrar deildir, eins og rannsóknardeild, greiningardeild, alþjóðadeild, almannavarnadeild, mennta- og starfsþróunarsetur, kennslanefnd, bílamiðstöð, sem ákveðið hefur verið að leggja niður og síðast en ekki síst sérsveit. Í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2009 er lagt til að ríkislögreglustjóri verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun innan lögreglunnar sem sinni auk þess sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála sem eðli máls samkvæmt falla ekki undir hefðbundna löggæslu. Dómsmálaráðherra hyggst í þessari viku funda með ríkislögreglustóra, öllum lögreglustjórum í landinu og aðilum sem koma að löggæslu, þar sem breytingar á löggæslumálum verða lagðar fram.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00