Berskjaldaður Pétur Jóhann Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. september 2019 07:15 Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon heldur upp á tuttugu ár í grínbransanum en hann segir að líf hans hafi verið stöðugur fíflagangur, löngu áður en hann vann keppnina Fyndnasti maður Íslands. Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon heldur upp á tuttugu ár í grínbransanum en hann segir að líf hans hafi verið stöðugur fíflagangur, löngu áður en hann vann keppnina Fyndnasti maður Íslands. Pétur lofar fyndinni sýningu en það verður líka tekið á ýmsu öðru af litríkum ferli eins ástsælasta skemmtikrafts landsins.Margt á gráu svæði „Þetta var bara eitthvað sem mér fannst ég verða að gera. Horfa til baka og fara yfir þessi tuttugu ár. Það hefur margt gengið á og mikið sem mér finnst ég þurfa að segja frá. Þetta er ekki hefðbundið uppistand þannig séð. Það sem mig langar líka mikið að gera er að ná að draga áhorfandann á staðinn þar sem hlutirnir gerðust, hvernig karakterar urðu til og aðdraganda sumra atriða,“ segir Pétur. Nefnir hann sem dæmi eitt atriði í 70 mínútum þar sem hann, Auddi og Sveppi keyrðu alla leiðina á Akranes til að láta Pétur fara í sleik við einhverja stelpu. „Hvernig æxlaðist það eiginlega að ég er þarna á leið upp á Akranes í þessu erindi? Miðaldra maður að skutlast með vinum sínum og tökumanni upp á Skaga til að fara í sleik. Það er náttúrulega ekki í lagi. Þetta er eitthvað sem mig langar mikið til að ræða uppi á sviði í Eldborg,“ segir Pétur glettinn. „Margt sem við gerðum var á gráu svæði og mér finnst áhugavert að skoða það og gera upp á minn hátt.“Hófst með Svínasúpunni Pétur var valinn fyndnasti maður Íslands árið 1999 og má segja að titillinn verið upphafið að farsælum ferli hans sem grínista. „Ég byrjaði samt ekkert þarna. Ég hef verið að grínast allt mitt líf, ég byrja að vera með fíflagang og kjaftæði og rugl frá því ég var kannski sex ára. Ég varð fyndnasti maður Íslands árið 1999, en líf mitt hefur verið einn stór fíflagangur.“ Í kjölfar sigursins var Pétri boðið starf á útvarpsstöðinni sálugu Radíó, sem þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr voru með. Þar var hann með þáttinn Ding Dong með Þórði Helga Þórðarsyni, sem einnig er þekktur sem Doddi litli. „Ég fór bara á fullt í uppistandið og útvarpið. Radíó sameinaðist svo X-inu, varð Radío X og að lokum enduðum við á FM957. Þá var útvarpsstöðin undir sama þaki og Popptíví, þannig að þar kynntist ég Audda, Sveppa, Simma og Jóa.“ Pétur, Sveppi og Auddi byrjuðu í sameiningu á þessum tíma að leggja drögin að sketsaþáttum sem síðar urðu Svínasúpan. „Þannig hófst okkar samstarf, með því að við byrjuðum að skrifa Svínasúpuna ásamt Sigurjóni Kjartanssyni.“Ólafur Ragnar í uppáhaldi Pétur svarar hratt og ákveðið þegar hann er inntur eftir sínu uppáhalds hlutverki á ferlinum. „Það er auðvitað Ólafur Ragnar.“ Hann segist aldrei hafa pirrað sig á vinsældum karaktersins og hljómar auðmjúkur og þakklátur. „Ég horfi til baka á þessa tíma með væntumþykju og finnst ég heppinn að hafa fengið að túlka hann. Mér finnst eiginlega vænst um það hvernig fólk tók honum og er því alveg ótrúlega þakklátur. Það er gaman að fólk tengi við það sem maður er að gera og finnist það skemmtilegt. Þegar fólk er að vitna í hann, mér finnst það frábært. Er ekki helsta takmark skemmtikraftsins að skemmta?“ Hann segir það hve líkur Ólafur Ragnar sé honum sjálfum hafa einnig þau áhrif að hann haldi mikið upp á karakterinn. Pétur tengir við léttleikann og jákvæðnina sem bjó í honum. „Þetta reddast-hugarfarið hans, ég tengi við það. Mér finnst hann líka smá þverskurður af íslensku þjóðarsálinni. Við erum svolítið eins og Ólafur Ragnar: „Þetta reddast, við borgum þetta bara á morgun.“ Ég var með í því ferli að skapa persónuna, það eru ekki allir leikarar svo heppnir að fá það tækifæri.“Ómetanlegt ferli Pétur segir það hafa verið ómetanlegt ferli að fá að skapa persónuna með hinum handritshöfundunum. „Það var gaman og svo voru alls konar skemmtileg smáatriði sem maður gat laumað inn, eitthvað sem maður fékk héðan og þaðan. Það var svipað með Georg sem Jón lék. Þeir eru samansafn af fólki sem maður hefur hitt í gegnum tíðina.“ Nú er vinsælt að endurvekja gamla sjónvarpsþætti. Spurður hvort möguleiki sé á framhaldi á Vaktaseríunum, jafnvel einhverri Lokavakt, segir Pétur það ekki hafa komið til tals. „Það hefur ekki verið rætt, en það er aldrei að vita. Aldrei að segja aldrei.“Erfitt að leika Lúðvík Sjónvarpsserían Heimsendir tók á öllu alvarlegra viðfangsefni en Pétur hafði vanist, en þeir fjalla um kennarann Einar sem hrindir af stað uppreisn á geðveikrahæli úti á landi. Í þáttunum lék hann þroskaþjálfann Lúðvík. „Það tók mest á að leika hann. Hann var svo bara svo venjulegur. Ég er svo vanur að leika karaktera með einhver afgerandi og ýkt persónueinkenni. Ég leit á þetta sem áskorun. Það er erfitt að lýsa þessu, en það var áhugavert að leika persónu sem ég átti erfiðara með að tengja mig við,“ segir Pétur, en þættirnir hafa öðlast nokkurs konar költ-status í dag. tæpum áratug eftir að þeir komu út. „Ragnar Bragason var alltaf sannfærður um að ég ætti að fara með þetta hlutverk. Auðvitað treystir maður honum. Þetta var erfitt. En ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta hlutverk og tekið áskoruninni.“Hefðu getað stóslasast Pétri er sérstaklega minnisstætt eitt atriði úr 70 mínútum. „Ég veit ekki alveg hvað við vorum að pæla. Við fengum íslenska handboltaliðið til að raða sér upp á vítalínuna og dúndra boltum í rassinn á okkur. Sumir boltarnir hittu náttúrulega ekkert í rassinn. Ég fékk einn í síðuna, maður hefði alveg getað stórslasast. Eftir á að hyggja var þetta ekkert sniðugt.“Pétur Jóhann kemur fram í Hörpu í nóvember og fer þar yfir tuttugu ára feril í gríninu.Fréttablaðið/SigtryggurMargt af því sem þríeykið brallaði saman á sínum tíma þætti ansi bratt að gera í sjónvarpi í dag. „Það er rétt. Margt af þessu var alveg fáránlegt. Við drukkum alltaf ógeðisdrykkina. Þeir voru allir vondir og það var algengt að við ældum í kjölfarið. Surströmming stendur upp úr sem versta reynslan, en það er nokkurs konar úldin síld. Það er ekki hægt að lýsa lyktinni í orðum, við ældum allir.“Drakk ókunnuga undir borð Æskuvinur Péturs er læknir og leist nú aldeilis ekki á blikuna þegar hann sá Pétur í drykkjukeppni í Asíska og Suður-Ameríska draumnum. „Einhverra hluta vegna þoli ég áfengi betur en flestir þannig að ég er alltaf látinn drekka einhvern heimamann undir borð í Drauma-seríunni. Þetta er náttúrulega stórhættulegt og vinur minn minnti mig réttilega á það, sagði að ég gæti fengið hræðilega áfengiseitrun eða jafnvel drepist. Við erum ekkert að pæla í því. Ég sat þarna í Suður-Kóreu með einhvern náunga á móti mér og drakk þangað til að hann gat ekki meir.“Vinir fyrir utan vinnu Sumir velta fyrir sér hvort vináttan milli þeirra félaga úr Strákunum, 70 mínútum og Drauma-seríunni sé kannski mögulega sett á svið fyrir áhorfendur. Pétur segir að svo sé ekki í þeirra tilviki. „Ég er nánast í daglegum samskiptum við Sveppa og Audda. Við unnum og vinnum enn mikið saman líka, en erum líka góðir vinir fyrir utan vinnu. “ Hann segir að það sé nánast óhjákvæmilegt að tengjast vinaböndum á ferðum líkt og þeir fara í Draumaseríunni. „Nálægðin er mikil. Maður er mikið á hótelherbergi með vinnufélaganum. Ég er kannski með Sveppa allan sólarhringinn í heilan mánuð. Menn þurfa að vera góðir vinir, og við vorum það fyrir.“Lætur Ólafur Ragnar sjá sig? Svo má að orði komast að Pétur verði berskjaldaður á sýningunni í Hörpu, einn á sviðinu að gera upp tvo áratugi af gríni. „Ég mun rifja upp skemmtileg atvik og aðstæður, líka í einkalífinu. Eins og ég sagði áður, líf mitt hefur verið einn stór fíflagangur.“Lendir þú oft í því nú til dags að vera beðinn um að taka köttinn? „Já. Nánast daglega. Það er einhver möguleiki að hann láti sjá sig á sýningunni, ég er enn þá að fínpússa hana og undirbúa. Svo eru góðar líkur á að Ólafur Ragnar láti sjá sig. En ég segi ekki meira um það í bili.“ Sjáið berskjaldaðan, einlægan og umfram allt fyndinn Pétur Jóhann á þessari einu sýningu í Eldborg í Hörpu þann 9. nóvember. Miðar eru komnir í sölu á harpa.is og tix.is. Uppistand Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon heldur upp á tuttugu ár í grínbransanum en hann segir að líf hans hafi verið stöðugur fíflagangur, löngu áður en hann vann keppnina Fyndnasti maður Íslands. Pétur lofar fyndinni sýningu en það verður líka tekið á ýmsu öðru af litríkum ferli eins ástsælasta skemmtikrafts landsins.Margt á gráu svæði „Þetta var bara eitthvað sem mér fannst ég verða að gera. Horfa til baka og fara yfir þessi tuttugu ár. Það hefur margt gengið á og mikið sem mér finnst ég þurfa að segja frá. Þetta er ekki hefðbundið uppistand þannig séð. Það sem mig langar líka mikið að gera er að ná að draga áhorfandann á staðinn þar sem hlutirnir gerðust, hvernig karakterar urðu til og aðdraganda sumra atriða,“ segir Pétur. Nefnir hann sem dæmi eitt atriði í 70 mínútum þar sem hann, Auddi og Sveppi keyrðu alla leiðina á Akranes til að láta Pétur fara í sleik við einhverja stelpu. „Hvernig æxlaðist það eiginlega að ég er þarna á leið upp á Akranes í þessu erindi? Miðaldra maður að skutlast með vinum sínum og tökumanni upp á Skaga til að fara í sleik. Það er náttúrulega ekki í lagi. Þetta er eitthvað sem mig langar mikið til að ræða uppi á sviði í Eldborg,“ segir Pétur glettinn. „Margt sem við gerðum var á gráu svæði og mér finnst áhugavert að skoða það og gera upp á minn hátt.“Hófst með Svínasúpunni Pétur var valinn fyndnasti maður Íslands árið 1999 og má segja að titillinn verið upphafið að farsælum ferli hans sem grínista. „Ég byrjaði samt ekkert þarna. Ég hef verið að grínast allt mitt líf, ég byrja að vera með fíflagang og kjaftæði og rugl frá því ég var kannski sex ára. Ég varð fyndnasti maður Íslands árið 1999, en líf mitt hefur verið einn stór fíflagangur.“ Í kjölfar sigursins var Pétri boðið starf á útvarpsstöðinni sálugu Radíó, sem þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr voru með. Þar var hann með þáttinn Ding Dong með Þórði Helga Þórðarsyni, sem einnig er þekktur sem Doddi litli. „Ég fór bara á fullt í uppistandið og útvarpið. Radíó sameinaðist svo X-inu, varð Radío X og að lokum enduðum við á FM957. Þá var útvarpsstöðin undir sama þaki og Popptíví, þannig að þar kynntist ég Audda, Sveppa, Simma og Jóa.“ Pétur, Sveppi og Auddi byrjuðu í sameiningu á þessum tíma að leggja drögin að sketsaþáttum sem síðar urðu Svínasúpan. „Þannig hófst okkar samstarf, með því að við byrjuðum að skrifa Svínasúpuna ásamt Sigurjóni Kjartanssyni.“Ólafur Ragnar í uppáhaldi Pétur svarar hratt og ákveðið þegar hann er inntur eftir sínu uppáhalds hlutverki á ferlinum. „Það er auðvitað Ólafur Ragnar.“ Hann segist aldrei hafa pirrað sig á vinsældum karaktersins og hljómar auðmjúkur og þakklátur. „Ég horfi til baka á þessa tíma með væntumþykju og finnst ég heppinn að hafa fengið að túlka hann. Mér finnst eiginlega vænst um það hvernig fólk tók honum og er því alveg ótrúlega þakklátur. Það er gaman að fólk tengi við það sem maður er að gera og finnist það skemmtilegt. Þegar fólk er að vitna í hann, mér finnst það frábært. Er ekki helsta takmark skemmtikraftsins að skemmta?“ Hann segir það hve líkur Ólafur Ragnar sé honum sjálfum hafa einnig þau áhrif að hann haldi mikið upp á karakterinn. Pétur tengir við léttleikann og jákvæðnina sem bjó í honum. „Þetta reddast-hugarfarið hans, ég tengi við það. Mér finnst hann líka smá þverskurður af íslensku þjóðarsálinni. Við erum svolítið eins og Ólafur Ragnar: „Þetta reddast, við borgum þetta bara á morgun.“ Ég var með í því ferli að skapa persónuna, það eru ekki allir leikarar svo heppnir að fá það tækifæri.“Ómetanlegt ferli Pétur segir það hafa verið ómetanlegt ferli að fá að skapa persónuna með hinum handritshöfundunum. „Það var gaman og svo voru alls konar skemmtileg smáatriði sem maður gat laumað inn, eitthvað sem maður fékk héðan og þaðan. Það var svipað með Georg sem Jón lék. Þeir eru samansafn af fólki sem maður hefur hitt í gegnum tíðina.“ Nú er vinsælt að endurvekja gamla sjónvarpsþætti. Spurður hvort möguleiki sé á framhaldi á Vaktaseríunum, jafnvel einhverri Lokavakt, segir Pétur það ekki hafa komið til tals. „Það hefur ekki verið rætt, en það er aldrei að vita. Aldrei að segja aldrei.“Erfitt að leika Lúðvík Sjónvarpsserían Heimsendir tók á öllu alvarlegra viðfangsefni en Pétur hafði vanist, en þeir fjalla um kennarann Einar sem hrindir af stað uppreisn á geðveikrahæli úti á landi. Í þáttunum lék hann þroskaþjálfann Lúðvík. „Það tók mest á að leika hann. Hann var svo bara svo venjulegur. Ég er svo vanur að leika karaktera með einhver afgerandi og ýkt persónueinkenni. Ég leit á þetta sem áskorun. Það er erfitt að lýsa þessu, en það var áhugavert að leika persónu sem ég átti erfiðara með að tengja mig við,“ segir Pétur, en þættirnir hafa öðlast nokkurs konar költ-status í dag. tæpum áratug eftir að þeir komu út. „Ragnar Bragason var alltaf sannfærður um að ég ætti að fara með þetta hlutverk. Auðvitað treystir maður honum. Þetta var erfitt. En ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta hlutverk og tekið áskoruninni.“Hefðu getað stóslasast Pétri er sérstaklega minnisstætt eitt atriði úr 70 mínútum. „Ég veit ekki alveg hvað við vorum að pæla. Við fengum íslenska handboltaliðið til að raða sér upp á vítalínuna og dúndra boltum í rassinn á okkur. Sumir boltarnir hittu náttúrulega ekkert í rassinn. Ég fékk einn í síðuna, maður hefði alveg getað stórslasast. Eftir á að hyggja var þetta ekkert sniðugt.“Pétur Jóhann kemur fram í Hörpu í nóvember og fer þar yfir tuttugu ára feril í gríninu.Fréttablaðið/SigtryggurMargt af því sem þríeykið brallaði saman á sínum tíma þætti ansi bratt að gera í sjónvarpi í dag. „Það er rétt. Margt af þessu var alveg fáránlegt. Við drukkum alltaf ógeðisdrykkina. Þeir voru allir vondir og það var algengt að við ældum í kjölfarið. Surströmming stendur upp úr sem versta reynslan, en það er nokkurs konar úldin síld. Það er ekki hægt að lýsa lyktinni í orðum, við ældum allir.“Drakk ókunnuga undir borð Æskuvinur Péturs er læknir og leist nú aldeilis ekki á blikuna þegar hann sá Pétur í drykkjukeppni í Asíska og Suður-Ameríska draumnum. „Einhverra hluta vegna þoli ég áfengi betur en flestir þannig að ég er alltaf látinn drekka einhvern heimamann undir borð í Drauma-seríunni. Þetta er náttúrulega stórhættulegt og vinur minn minnti mig réttilega á það, sagði að ég gæti fengið hræðilega áfengiseitrun eða jafnvel drepist. Við erum ekkert að pæla í því. Ég sat þarna í Suður-Kóreu með einhvern náunga á móti mér og drakk þangað til að hann gat ekki meir.“Vinir fyrir utan vinnu Sumir velta fyrir sér hvort vináttan milli þeirra félaga úr Strákunum, 70 mínútum og Drauma-seríunni sé kannski mögulega sett á svið fyrir áhorfendur. Pétur segir að svo sé ekki í þeirra tilviki. „Ég er nánast í daglegum samskiptum við Sveppa og Audda. Við unnum og vinnum enn mikið saman líka, en erum líka góðir vinir fyrir utan vinnu. “ Hann segir að það sé nánast óhjákvæmilegt að tengjast vinaböndum á ferðum líkt og þeir fara í Draumaseríunni. „Nálægðin er mikil. Maður er mikið á hótelherbergi með vinnufélaganum. Ég er kannski með Sveppa allan sólarhringinn í heilan mánuð. Menn þurfa að vera góðir vinir, og við vorum það fyrir.“Lætur Ólafur Ragnar sjá sig? Svo má að orði komast að Pétur verði berskjaldaður á sýningunni í Hörpu, einn á sviðinu að gera upp tvo áratugi af gríni. „Ég mun rifja upp skemmtileg atvik og aðstæður, líka í einkalífinu. Eins og ég sagði áður, líf mitt hefur verið einn stór fíflagangur.“Lendir þú oft í því nú til dags að vera beðinn um að taka köttinn? „Já. Nánast daglega. Það er einhver möguleiki að hann láti sjá sig á sýningunni, ég er enn þá að fínpússa hana og undirbúa. Svo eru góðar líkur á að Ólafur Ragnar láti sjá sig. En ég segi ekki meira um það í bili.“ Sjáið berskjaldaðan, einlægan og umfram allt fyndinn Pétur Jóhann á þessari einu sýningu í Eldborg í Hörpu þann 9. nóvember. Miðar eru komnir í sölu á harpa.is og tix.is.
Uppistand Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira